Vilt þú vera Mentor?

Tilgangurinn með smiðjunni á fræðsludeginum er að óska eftir áhugasömum Mentorum og búa til jafningjastuðningsnet fyrir bæði erlenda og yngri íslenska krakka. Markmiðið er ekki síður að virkja erlenda nemendur til þátttöku í félagslífi og efla félagshæfni þeirra sem og sjálfstraust og síðast en ekki síst styrkja þau í námi. Saman munum við svo vinna að gerð „prógrams“ þar sem við ræðum meðal annars hvað það er sem við þurfum að einbeita okkur að hvernig við komum móts hvers og eins „vin“ og búum til smá dagskrá hvernig þessi tími einu sinni í viku mun nýtast öllum sem best. Smiðjan er frá kl 9-15 á fræðusludeginum. Við munum fá kynningu fá SÍF, borða saman pizzu (sem skólinn splæsir í) og vonandi skipuleggja geggjað „prógram“ sem krakkar hafa áhuga á að sækja um í. Fyrir allan daginn færðu 8 fjarvistarstig í frádrátt. Hámarksfjöldi er 12 manns
Fjöldi:9/12
Dagur:
Mæting: 9:00
Staðsetning: stofa 24
Stjórn: Kristín Guðrún Jónsdóttir - kgj@fb.is