Um Fræðsludaginn

Ágætu nemendur.

Fræðsludagur FB verður þriðjudaginn 2. apríl. Nemendur geta valið ýmsa hópa þennan dag og fjölmargt spennandi í boði á vegum deilda. Nemendur velja sér hóp fyrir hádegi og eftir hádegi eða allan daginn.

Opnað verður fyrir skráningu kl. 8:00 á þriðjudaginn 26. mars og lokað kl. 12  fimmtudaginn 28. mars. Skráning fer fram á http://saeludagar.is/dagskra/

Það er skylda fyrir alla nemendur skólans að skrá sig í eitthvað sem er í boði.

Hægt er að skrá sig í eitthvað fyrir eða eftir hádegi eða allan daginn.

Sumir áfangar eru með ferðir og þá er oft skylda fyrir þá sem eru í áfanganum að fara með. 

Nemendur fá frádregin 4 fjarvistarstig fyrir hvort tímabil og 8 fjarvistarstig ef um er að ræða ferð eða eitthvað annað sem tekur bæði tímabilin.

Öll fjarvistarstigin verða felld niður í lok annar