Lýsing: Farið verður í rútu frá FB kl. 09:00 og komið verður heim aftur kl. 12:00 í FB. Það tekur um það bil korter að keyra að Úlfarsfelli. Við förum saman með rútu frá skólanum. Gangan á toppinn og til baka tekur um það bil eina og hálfa klukkustund. Þetta er tæplega 300 metra hækkun og um 5 kílómetrar fram og til baka. Þetta er þægileg fjallganga. Af toppnum er gott útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Þið þurfið að vera klædd eftir veðri og í góðum skóm til að ganga í. Við verðum komin aftur í skólann rétt fyrir hádegi.