Fræðsludagur

Fræðsludagur er á haustönn en þá er kennsludagurinn brotinn upp þannig að nemendur geta stundað nám sitt utan hefðbundinnar stundatöflu. Kennarar skipuleggja kennslufyrirkomulag fræðsludaga sem getur verið mismunandi eftir fagdeildum og kennslugreinum. Nemendur mega velja einn viðburð fyrir og einn eftir hádegi. Fyrir mætingu á hvern viðburð fá nemendur frádregin fjögur fjarvistarstig.